OPNUNAR

TÍMI
MAÍ TIL SEPTEMBER

SKOÐA

SUNDLAUGIN

FLÚÐUM
OPIN Í ALLT SUMAR

ENDALAUST

GAMAN
ALLT UM KRING

Velkomin á Flúðir.

Tjaldstæðið á Flúðum er glæsilega útbúið fyrir allar gerðir tjalda, tjaldvagna og hjólhýsa.  Á svæðinu er góð aðstaða fyrir hjól- og fellihýsaeigendur enda margir sem nýta sér langtímaleigu á lóðum fyrir hjólhýsi.

Frábært umhverfi fyrir alla.

Á sumrin er mikið um að vera á Flúðum og veðursæld með eindæmum.  Stutt er í alla þjónustu enda tjaldstæðið miðsvæðis í bænum.  Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í nágrenni Flúða sem og gönguleiðir.  Þar má nefna Gullfoss og Geysir í seilingarfjarlægð og fallegar gönguleiðir um Laxárgljúfur. Sjá GÖNGULEIÐIR.

Skoða frekar

Vertu í heila viku á tjaldsvæðinu

Þú dvelur heila viku á tjaldsvæðinu á Flúðum fyrir lægra verð.

Gaman að sjá.

Á Sólheimum í Grímsnesi eru til sölu fallegir listmunir hannaðir af vistmönnum.  Á Sólheimum er kaffihúsið Græna Kannan, Sólheimakirkja, gistiheimili Sólheima og skógræktar-  og garðyrkjustöð.

Stutt að fara.

Friðheimar er gróðrastöð í Reykholti.  Þar geta hópar fengið að heimsækja eitt fremsta gróðurhús landsins og eru þar ræktaðir tómatar í fjöldamörgum gerðum og stærðum og notið hestasýningar í leiðinni.

Gott að vita.

Á Flúðum er að finna alla hefbðundna þjónustu. Verslunin Samkaup Strax er á Flúðum.  Heilsugæsluþjónusta er í Laugarási og tímapantanir eru í síma 480 5300 frá kl. 8.30-16 alla virka daga.